Vinkona mín var að fá sér hund sem er alveg rosalega sætur.
Hann er kallaður Gítar….Hihi óg hann mun líklega vera kallaður það alla ævi!
Þetta nafn festist eiginlega bara við hann. Þannig var það að þegar hún fékk hann (bara nýlega) þá setti hún hann inn í vinnuherbergið til að leika sér þar og venjast öllum herbergjunum.
Þeim fannst hann nú frekar rólegur miðað við að hann væri alveg nýr og hefði aldrei komið þangað áður. En hann var alveg sallarólegur.
Þegar allir fóru að borða þá læddist vinkona mín og litli bróðir hennar inn til hvolpsins en fundu hann ekki. Þau leituðu alstaðar (héldu þau). Þau fóru og sögðu pabba sínum frá þessu. Pabbi þeirra fór inn í herbergið og sá þá í hvoldinn sem var að fela sig bara með hausinn inn í gamlann gítar með engum strengjum. Hann dilaði rófunni og vældi þegar pabbinn tók hann út úr honum.
Þannig að þetta var fyrsti hluturinn sem að honum líkaði við og allir kölluðu hvolpinn bara “Gítar”.