Nú, þetta byrjaði þannig að ég var með vinkonum mínum að labba framhjá Súfistanum í Hafnarfirði og þar var rosalega fallegur hundur bundinn við staur. Eigandinn hefur líklega verið þarna inni að drekka kaffi eða eitthvað.
Hundurinn var blautur og skjálfandi úr kulda. Ég fór að klappa honum og hann dillaði skottinu, voða vinalega. Svo þegar ég ætlaði að fara þá fór hann að væla og horfði bara á eftir mér.
Vinkona mín sagði mér að þetta væri alltaf sami hundurinn sem væri bundinn við staurinn!
Ef þessi eigandi er of kærulaus til að hugsa um hundinn sinn þá ætti hann ekkert að fá að hafa hund!
Mér sárnar bara svona meðferð á hundum.

Kv. grettirmax
……….