Ég og fjölskyldan mín erum að fá okkur hund en við fáum okkur ekki fyrr en í vor því núna gæti enginn hugsað um hann á meðan ég og mamma erum í skólanum og pabbi í vinnunni. Við ætlum að fá okkur Cavalier hund og við erum á einhverjum lista hjá einum ræktanda.

En það sem ég vildi tala um er það að heimilið mitt er frábær aðstæða fyrir hund. Helsti kosturinn er að ég er með risastórann garð sem er 1000 fermetrar og gott svæði fyrir hund. Svo þarf ég ekki að ganga nema í svona hálfa mínútu og þar er tún sem ég gæti leikið mér við hundinn. Þegar mamma talaði við ræktandann sem við fáum hundin frá stakk ræktandinn upp á að við gætum látið gervigras á svaliernar okkar sem eru 30-40 fermetrar og þar gæti hann verið.

Kveðja Birki