Hundurinn minn er Íslenskur fjárhundur og er frekar lítil og er pínu ponsu feit.Hún er hvít í kringum eitt augað og brún í kringum hitt augað og bakið á henni er svona brúnt með örfáum svörtum hárum en skottið er eiginlega allt svart nema með smá brúnu hárum í.

Hún er fjögurra ára og verður fimm á næsta ári í febrúar.Mamma hennar eignaðist fjóra hvolpa en tveir dóu við fæðingu.Mamma hennar heitir Tinna og ég man ekki hvað pabbi hennar heitir.Ég held að mamma hennar sé 10 eða 11 og er eiginlega öll svört.Bróðir hennar er eiginlega allur brúnn og býr hjá mömmu sinni út af enginn vildi kaupa hann samt er hann mjög sætur.
Hin systkinin seldust strax þannig ég man mjög lítið eftir þeim en ég man að þær voru tíkur.

Við búum hjá einni brekku sem heitir Plútó brekka og er notuð og vorin til að renna sér á sleða en á sumrin hleypum við henni bara lausri út og hún leikur sér í brekkuni.Hún fer einu sinni á dag í göngtúr á kvöldin en stundum tvisvar þá með mér ef ég er ekki upptekinn.