Ég er að fara að passa hund. Hann er Tibetan Spaniel og er 5
ára og er algjör dúlla.Hann heitir Patti og er ótrúlega vel upp alinn, ef maður segir hvar er boltinn þá leitar hann að boltanum , líka ef maður segir viltu koma í göngutúr þá verður hann ofboðslega kátur og nær í bandið.
Fólkið sem á hann er eitthvað í kringum 40 ára og eru nágrannar okkar. Þau eru að fara í skíðaferðalag með börnunum sínum og verða í 10 daga. Þau fara á sunnudaginn og ég er að drepast úr spenning!
Þegar ég var lítill þá fór ég eiginlega á hverjum degi að spyrja hvort ég mætti fara út að labba með hann. Þau leifðu mér það oft og hundurinn kynntist mér frekar vel, þannig núna er hann ekkert svo dapur að þurfa að skilja við fjölskylduna í nokkra daga út af hann þekkir mig svo vel.
kveðja Páll