Þú lætur hundinn setjast, passar uppá að það séu kjöraðstæður fyrir þjálfun, ró og næði, hundurinn saddur og óþreyttur og að hann þurfi ekki að komast á “klóið”, einnig að þú sért vel upplagður/upplögð.
Þú lætur hann já setjast, tekur í hægri framloppuna og segir “komdu sæl/l”, verðlaunar hann með nammi, gerir þetta aftur og aftur, hann lærir að tengja saman “komdu sæll + lyfta fæti = nammi”
Láttu smá tíma líða á milli þess sem þú segir “komdu sæl/l” þegar þú hefur gert þetta nokkrum sinnum, athugaðu hvort að hann lyfti fætinum, ef hann gerir það ekki, ýttu þá laust við fætinum með hendinni og segðu “Komdu sæl/l” .. ef ekkert gerist sjálfkrafa þá heldur þú áfram að reyna.
Þetta tekur smá tíma, sumir ná þessu á 5 mín, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.
Það eru kannski til aðrar aðferðir, en þessi hefur virkað skjótt á 4 hundum sem ég hef kennt að heilsa.
Mundu að hafa kennslustundirnar ekki mikið lengri en 5-7 mín, þetta á að vera gaman :)<br><br>——————————
<i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i