Ég á hund sem heitir Blanka og er Íslenkur fjárhundur og er frekar lítil og með smá bumbu.Hún er dáldið hvít í framan og mest brún, hún er einnig með smá svart á sér.Hún á þrjú systkini en tvö dóu við fæðingu.Mamma hennar heitir Tinna og bróðir hennar heitir Úlfur en ég veit ekki hvað hin systkinin hennar heita.Úlfur á heima hjá mömmu sinni út af hann seldist aldrei,samt er hann mjög sætur.Blanka er fjögura ára og er að verða fimm í febrúar á næsta ári.Hún á tvo vini sem heita Brokkur og Lubbi, þeir eru báðir líka Íslenkir fjárhundar en Blönku finnst Lubbi skemmtilegri út af hann er aldrei að naga beinin hennar og líka hann er jafn stór og hún, henni finnst stærðin skipta mjög miklu máli en Brokkur nagar stundum beinin hennar og hann er aðeins stærri en hún.Henni finnst gaman að leika sér með bolta og allskonar dót sem hún finnur.Við búum hjá risa stórri brekku sem heitir Plútó brekka á Seltjarnarnesi og á veturnar eru margir á sleða, snjóbrettum eða skíðum þar.Henni finnst gaman að maður kastar bolta lengst út í brekkuna og hún eltir hann.

Kveðja Páll Frímann