Einn af bestu vinum mínum á Íslenskann Fjárhund sem heitir Blanka og er hvít og brún en smat aðeins meira hvít, hún er hvít í framan en hjá einu auganu kemur svona brúnt og alla leið niður. Blanka er 3 ára og geggjað sæt. Nafnið Blanka þýðir held ég hvít/ur á einhverju tungumáli og Blanka er hvít svo nafnið skírir sig sjálft. Svo á hún mömmu sem heitir Tinna og er svört og svo á hún bróðir sem heitir Úlfur og er brúnn. Svo heitir besti vinur hennar Lubbi, Lubbi er líka Íslenskur Fjárhundur en samt mjög loðinn, hann er eins og risa stór pomeranian hundur. Lubbi er mjög frískur og hleypir alveg með Blönku út um allt þótt að hann sé 12 ára og Blanka sé 3 ára. Svo á hún annan góðan vin sem heitir Brokkur og ég hef samt ekki séð hann oft en hann er stundum að leika við Blönku. Blönku finnst gaman að naga hluti t.d. dótakalla, action man föt, bangsa og allt sem hún finnur. Blanka er smáfeit en samt er hún miklu sætarri smáfeit heldur enn ef hún væri anorexíu sjúklingur. Alltaf þegar maður er að borða brauð eða eitthvað horfir hún alltaf á mann og bíður eftir að maður er búinn því hún fær alltaf síðasti bitann af öllum brauðsneiðum.
Kveðja Birki