Mér finnst það meira en lítið skrýtið ef báðir foreldrar eru með ættbók og hvolparnir ekki skráðir heldur seldir með feitum afslætti. Nei,, ég kaupi þetta ekki þetta er ekki allur sannleikurinn.
Það er alveg rétt hjá þér að hvað þýski fjárhundur sem er skráður eða óskráður getur verið með mjaðmalos, en hluti af því að fara eftir ræktunarreglun sem bæði hundaræktarfélög og ræktendur sjálfir hafa þróað eru til þess að reyna eftir öllum mögulegu og raunhæfum leiðum að heilsufarsskoða ræktunardýrin, prófa þau og sýna til þess að halda þeim “hreinum” og þannig er hægt að fá miklu skýrari mynd af ræktuninni með að gera þetta skipulega.
Að kaupa hund án ættbókar er líkt því að fara á brunaútsölu, það verður að skoða það sem maður kaupir mjög vel,, því það gerir það enginn annar og sölumaðurinn á útsölunni ætlast ekki til þess að fullt verð sé greitt, jú því varan er ekki í ábyrgð því hún gæti verið skemmd.
Það eru til stór hundakyn eins og t.d snögghærður og strýhærður vorsteh sem eru með innan við 5% mjaðmalos í allri ræktun og er það með allra minnsta móti fyrir hunda sem eru þetta stórir og hlaupa mikið ,,, samt eru þeir mjaðmamyndaðir til þess að halda þessu niðri í framtíðar ræktun. Mjaðmalos er arfgengt, einnig getur það myndast hjá eldri hundum sem mikið eru búnir að hreyfa sig þó svo að þeir hefðu mælst með góðar mjaðmir um 1 árs.
P.s Engu að síður leitt að mjaðmalos kæmi upp.
Kær kveðja Kiddi.<br><br>Kær Kveðja Kiddi.