Litla systir mín var að kaupa sína fyrstu íbúð með sérinngangi og mig langaði svo að láta gamlan draum hennar rætast og gefa henni hund í innflutningsgjöf. Hún býr ein og er búin að láta sig dreyma um hund síðan hún var krakki en aldrei haft aðstöðuna til þess fyrr en núna, né tímann.
Ég er tilbúin að skoða allt en ég veit að hún er ekki hrifin af íslenska fjárhundinum og er hrifnari af smáhundum en stórum, en það er þó mismunandi eftir tegundum.

Ég að sjálfsögðu er tilbúin að borga eitthvað fyrir hundinn en er samt helst að leita af ódýrum eða gefins hundi. Og ég veit að hún er þessvegna tilbúin að bjóða fullorðnum hundi heimili ef sniðugur hundur býðst. Endilega ef einhver veit um hund, hvort sem er tík, hundur eða hvolpur, hafið samband og ég lofa að hann fer á úrvals heimili.

Getið sent mér einkaskilaboð hér eða mail á esther1@simnet.is :D<br><br>Kv. EstHe
Kv. EstHer