Ég hef bréf sem fylgdi með Chihuahua hundi frá Dalsmynni sem ég get ekki alveg áttað mig á.
Þetta er einskonar kaupsamningur.
Hundurinn er eign seljanda þar til hann er að fullu greiddur og fær þá kaupandi hands ættbókarskirteini hundsins sem gefið er út af Hundaræktfél Íshundum.
,, Hundurinn er læknisskoðaður og virtist heilbrigður og rétt skapaður, komi einhverjir gallar fram í honum svo sem hjartveiki, hnéskeljavandi, tannvandamál eða annað sem kaupandinn hefur ekki séð þegar hann skoðaði hundinn verður kaupandinn að sætta sig við það og á því engar endurkröfur á ræktanda.“
Ég sá ennfremur heilsufarsbók frá dýralækninum í Mosó sem athugaði allt nema Hjarta og lungu og ekki endaþarmskirtla, svo kom athugasemd ,eitt eista” annað í lagi.