Ég er með bæði hund og kött og það kemur alltaf óþolandi villikettir hérna inn og éta matin frá kettinum mínum og í þokkabót merkja þeir sér inni hjá mér og það er versta lykt sem ég hef fundið á ævinni. Ég keypti svona gett of og það virkar mjög vel, maður þarf bara að passa að halda því við. Ég lét það í gluggasylluna að utan á glugganum sem kötturinn kemur alltaf inn, en gerði ekkert við hina og kötturinn minn kemur bara inn um aðra glugga og ég held að hundurinn finni ekkert fyrir þessu. Svo setti ég líka slatta á garðinn í kringum sandkassan bæði svo að minn köttur myndi láta hann vera og líka svo að aðrir myndu ekki kúka þar, og það virkar alveg.
Prófaðu allavega!!!
Kveðja Sigga
Ps svo er þetta ekkert dýrt minnir mig.