Sko. Ég veit mjög lítið um hunda. En tíkin mín, hún Skvísa, hún getur verið ein lengi og þannig. Hún hefur ekkert stærri né minni stað en venjulega, bara þetta venjulega, alla neðri hæðina neðstu hæðina nema herbergið mitt (sem er svona 45% af hæðinni). Maturinn hennar og vatnið er alltaf á sama stað, inní vaskahúsi sem er á neðstu hæðinni. Hún var alltaf ein heima þegar ég var í skólanum og mamma og pabbi í vinnunni, það var frá 8-14 og stundum 8-16. Núna er ég reyndar að verða busaður í fjölbrautarskóla þannig ég veit ekkert hvort tíminn verður lengri eða styttri eða hvað, en bróðir minn er ennþá í grunnskóla. En já, hún meikaði það alveg, liggur alltaf annaðhvort efst á stigapallinum eða rétt fyrir framan hurðina, fer efitr hvort það er heitt inni, hún þolir hita illa. En svo er það stundum um helgar sem við förum í liggur við dagsferð til Reykjavíkur. Það er frá 13 til svona 21-23. Og hún er alltaf róleg á meðan, eða allavega alltaf róleg þegar við komum aftur :) Svo verður hún æst og við förum með hana út í svona klukkutíma til tvo. Kemur eftir hvenar við komum heim. Hún er blanda að íslenskum fjárhundi og collie eða eitthvað svoelleis, það sem ég veit er að hún lætur bara alveg einsog úlfur þegar hún sér ketti :O ríkur af stað og reynir að ráðast á þá, einusinni var hún búin að naga bandið sitt svo mikið að það slitnaði þegar hún rauk á eftir ketti sem kom á lóðina og hún náði kettinum og beit hann og kastaði honum í loftið. Svo hljóp hún eitthvað og kom aftur. Eftir það keyptum við svona plast band með stáli inní eða eitthvað… einsog á hjólalásum :)
Vá…. Svefngalsi núna, komið nóg :/<br><br>Kveðja, Danni
<u><a href="
http://danni.is-a-geek.org“>Heimasíðan</a> | <a href=”mailto:klikkhausi@hotmail.com“>E-mail</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/danielr">CarDomain síðan</a> | Irc: Kane^ </u