Gelding
Ég á 3ja ára labrador sem hefur verið alveg rosalega æstur undanfarnar 2 vikur. Málið er að það býr rosalega sexý íslensk tík í húsinu á móti og hún er akkúrat að lóða núna. Hundurinn minn er að fara úr límingunum, vælir stanslaust, másar, slefar, og nú hefur hann tekið upp á þeim skemmtilega sið að halda fyrir okkur vöku á nóttunni, með væli og spangóli!!! Hann hefur líka opnað garð hliðið 3svar og setið fyrir framan útidyrnar hjá nágrannanum! Ég var að hugsa um að láta gelda hann í næstu viku, en vitið þið hvort það gagni eitthvað, er það kannski orðið of seint?? Róast hann kannski ekkert? Vonandi hafið þið einhver góð ráð.