Eru dauðsföll erfið?
Mér datt þetta í hug þegar ég las greinina eftir JReykdal, besti vinurinn kvaddur… ég á þrjú gæludýr, hund og tvo páfagauka. Ég hef engar áhyggjur af hundinum, þar sem hann er bara 7 mánaða, en annar páfagaukurinn er orðinn býsna gamall, og svo er það annar hundur sem frænka mín á. Hann er Border Collie og orðinn 15 ára, ég man ekki eftir mér án hans, ég kvíði svo fyrir að missa hann. Frænka mín býr í sveit, og ég er búin að vera í sveit hjá henni nokkur ár auk þess sem ég var alltaf í heimsókn þegar ég var lítil, svo að ég þekki þennan hund afskaplega vel. Er erfitt að missa gæludýr? Ég missti bæði afa minn og ömmu fyrir þó nokkru, en ég þekkti þau aldrei svo vel. Ég er frekar viðkvæm sál (get ekki horft á litla ljóta andarungann án þess að gráta) er erfitt að ganga í gegnum dauðsföll gæludýra?