lítill hundur með stórt hjarta
Þetta er eitt fyndnasta dæmi sem ég veit um þannig er nú að vinur minn á 3 norska skógarketti og 2 þeirra eru svona meðal kettir að stærð og einn fress sem ég 6 kíló að þyngd frekar stór köttur og viti menn vinkona systur hans kemur með hundinn sinn sem er alveg pínkulítið dýr og þegar að ég tala um lítið þá er það, það lítið að það kemst ekki upp gangstéttarkannta hjálparlaust, þessi hundur er rétt lófafylli og hvolpur í þokkabót. Allir kettirnir hlupu eins og fætur toguðu í burtu frá litla dýrinu sem var að elta þá og fressinn sem gæti auðveldlega tekið þennan hund í munninn sinn flúði þarna með þeim. Þetta sannar að hundar hafa stórt hjarta, þó svo að nær undantekningalaust vinna kettir alltaf. Vegna þess að þeir klóra og miða helst á augun eða nefið. Þar sem hundarnir eru viðkvæmastir. Langaði bara að deila þessu með ykkur.