Það er alveg skilyrði að hann sé góður í skapinu, má alls ekki flaðra, eða glefsa/bíta.
Við erum helst að leita að hundi sem er fullvaxinn, en við skoðum allt.
Má ekki vera kattabani, erum með kisu á heimilinu fyrir.
Við höfum að bjóða ..
- Næstum ótamarkað frelsi úti við (bý úti á landi)
- Fólk sem er þaulvant hundum
- Reynslu
- Mikla löngun til að eignast rétta hundinn.
Við hjónin eigum 3 börn, sem eru öll ljúf, og kunna að umgangast dýr, eru ekki að tosa og klípa og svona :)
Ég tel mig hafa mikla reynslu af hundum, og maðurinn minn líka, höfum bæði átt hunda áður.
Ég bið þá sem hafa samband að vera hreinskilna um hundinn, það er verra fyrir mig og hundinn ef hann er með einhverja “leynda galla” sem ég veit ekki af fyrirfram :)
Ef þú ert með hundinn fyrir okkur, sendu mér þá skilaboð, svaraðu korknum eða hringdu í síma 691-5487 (Gerður)<br><br>——————————
<i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i
———————————————–