Hæ, við erum aðeins að velta því fyrir okkur með labrador hvolpinn okkar sem er 3 mánaða, hve mikið á að gefa honum að borða í hvert sinn og hve oft á dag. Við erum núna að gefa honum þrisvar á dag um það bil 200-250 gr í hvert sinn og stundum hefur hann ekki klárað skammtinn. En svo vorum við að kíkja á pokann sem fóðrið er í og þar gátum við ekki betur séð en að hann ætti að fá 375 gr þrisvar á dag….getur það verið??? Hann er nú soldið búttaður greyið svo það má eiginlega ekki við að bæta við skammtinn…eða hvað?? Við vorum að prufa þennan 375 gr skammt núna áðan og hann skildi sirka helminginn eftir!

En við erum svona aðallega að spá hvort við höfum skilið þetta rétt sem stendur á pokanum (Royal Canin Junior).
<br><br>Kveðja alsig