Ég á eina 6 mánaða labrador/boxer tík,
Hún er alveg æðisleg,ljúf og góð,heitir Tera
en þegar hún hittir hálfsystur sína Ísis (sem er jafngömul)
Þá geta þær bara ekki hætt að “slást”
en þetta er bara leikur hjá þeim,þær hafa gert þetta alveg frá upphafi,alveg eins og þú lýsir,bíta í eyrun,fella hvor aðra,
Ísis bítur líka stundum í kinnarnar á Teru og dregur hana niður,
Þær hafa oft látið hvor aðra væla,en aldrei neitt alvarlegt.
Fyrst þegar þær voru litlar voru alveg rosaleg læti í þeim,
þær urruðu og sýndu tennurnar og hreinlega stukku hvor á aðra, en nú heyrist bara ekki neitt,þær bara kútveltast um allt,hlaupa svo eins og brjálaðar á eftir hvor annari og reyna að fella hvor aðra,og þær hætta ekki fyrr en við tökum þær í sundur,þá leggjast þær líka niður og slaka á,
en ef þær eru nógu þreyttar þá geta þær líka lagst niður saman og sofnað.
Ég myndi segja að þetta væru bara hvolpalæti hjá ykkar hvolpum,
hvolpatennurnar eru líka svo litlar og beittar og líklegast að tíkin rispi hundinn bara óvart í leik.
Hvað eru hvolparnir gamlir hjá ykkur?<br><br>Kveðja Tara