Þannig er það með tíkina mína sem er af tegundinni Beagle að hún er eins árs og 5 mánaða, að hún er að fara úr hárum… og það er eins og þetta sé ekki “skeið” hjá henni.. heldur er hún ALLTAF að fella hár, og hvert annað en í teppið, gólfin og rúmið mitt :)
Ekki það að ég geti ekki lifað við það, heldur á ég mömmu sem er að verða vitlaus á þessu (skiljanlegt, þar sem maður þarf að klæða sig úti til að fá ekki hár í fötin). Ef einhver hérna getur bennt mér á hvað hægt er að gera til að stöðva/minnka hárlos, þó ekki væri nema um 3 kg á dag ;) hehe.. þetta er samt slæmt.
Með fyrirfram þökkum Gletta.