Bréfberinn og hundurinn.
Það var einu sinni lítill sætur bréfberi sem var í hinu mesta sakleysi sínu að sinna starfi sínu. Einn daginn var hann að bera út in da ghetto og í garðinum hjá einu húsinu var lítill hundur. Greyið bréfberinn var svolítið smeykur við hundinn, líklegast útaf því að hann hafði slæma reynslu af hundum í gegnum tíðina. En hann beit á jaxlinn og hélt vinnu sinni áfram, ætlaði að fara innum hliðið og drífa þetta af, en þegar hann var búinn að opna hliðið byrjaði hundurinn að urra á hann. Bréfberinn varð hræddur, en ætlaði sér að koma bréfunum til skila í bréfalúguna á húsinu. Þannig að hann hélt áfram í átt að bréfalúgunni. En hundurinn varð æstari og æstari því nær sem bréfberinn kom. Svo á endanum þegar bréfberinn var búinn að setja póstinn í lúguna. Þá hljóp hann af stað og hundurinn elti æstur. Hundurinn náði í bréfberan og beit hann í löppina. Og nú í dag er bréfberinn með lífstíðar hræðslu fyrir hundum. Þetta er ekki nógu gott og mér finnst að fólk ætti að passa uppá hundana sína betur svo að bréfberar framtíðarinnar geta borið póstinn okkar út áhyggjulausir.