Það er nú ekki skrítið að það séu heitar tilfinningar sem koma upp hjá hundaeigendum þegar Dalsmynni ber á góma. Þetta er náttúrulega eins og hver einasti skynsamur maður getur séð ófermdarástand þarna (50-80 ræktunardýr á einum stað og takmarkaður fjöldi umsjónarfólks.) (hundar sannanlega rangt skráðir til að dylja ofnotkun á tíkum) og margt fleira sem hægt er að tína til. Erlendis eru svona staðir kallaðir puppymill og eru fordæmdir af öllum sönnum hundavinum.
En það er ekki þar með sagt að allir sem eru að rækta hunda undir merkjum HRFÍ séu fullkomnir, það er öðru nær en þar höfum við alla vegna óhlutdrægt eftirlitskerfi, þannig að ef fólk brýtur reglur ítrekað er því vísað úr félaginu. Það er nákvæmlega það sem skeði með Dalsmynni á sínum tíma, Ásta braut ræktunarreglur ítrekað og eftir aðvaranir var ekki annað hægt en að reka hana úr félaginu. Þá stofnaði hún Íshunda sem hafa enga alþjóðlega viðurkenningu sem ræktunarfélag.
kveðja polo