Ég á weimraner og eru þeir sagðir vera þrjóskir og erfiðir.
En ég held að þetta sé allt bara spurning um hversu vel þú agar og þjálfar hann.
Margir hafa haldið því fram að weimaraner séu hundar fyrir vana hundaeigendur, og að það sé erfitt að eiga þá í borginni.. og að þeir séu ekki góðir við börn og svo framvegis…
En vá hvað þessi fjölmörgu ummæli afsönnuðu sig…
Hún er besta skinn…
Það tók mig 5 mánuði að koma því á hreint við hana að “pissa úti”.. svo keypti ég búr og VOLLLA…hún lærði þetta eins og skot…
Svo hefur hún tekið þvermóðskutímabil.. en mér finnst hún bara fyndin.. þar sem manni þykir svo vænt um hana..
Ég myndi bara skella þér á þá tegund sem þér langar mest í….
Þú sérð ekki eftir því..