Hundurinn minn er nýlega farinn að fá ansi mikla flösu og feldurinn farinn að verða fitugur og skítugur…! Hverjar eru svona helstu ástæður fyrir flösu hjá hundum??
Þa hafa aldrei verið neina vandamál með feldinn hjá honum og ég hef alltaf fengið hrós hjá dýralækninum fyrir feldinn!! <br><br>#16
Hefur þú verið að baða hann eitthvað nýlega ? Oft er ástæðan sú að fólk er að baða hundana með sjampói sem annaðhvort hentar hundinum ekki, eða þá að hundurinn er ekki skolaður nægilega vel eftir baðið.
Einnig getur maturinn þeirra spilað inn í þetta. <br><br>—————————— <i>Drykkja er í góðu lagi: Samkvæmt kenningum Darwins deyja aðeins slökustu heilafrumurnar við drykkju…. Þær hæfari hljóta því að hafa aukið rými til starfa !</i
ég baða hann ca 4 sinnum á ári og hann fær alltaf lýsi, ólífuolíu og smá frískamín út á matinn hjá sér..!!
ég var að pæla hvort flasa gæti komið af of miklum æsingi eða stressi. Nýlega var nefninlega tík að flytja við hliðina á mér og alltaf þegar þau hittast fara þau í gannislag og hún er töluvert stærri en hundurinn minn þannig að hann lendir oftast undir :)
en þetta er ekkert alvarlegt!! bara leikur!!<br><br>#16
Ég held að hundar fái hárlos í miklu stressi, þannig að já, það gæt verið að það virki líka á flösuna. Einnig, er þau eru að klóra í hvort annað og svona, þá gæti verið að það losni um einhverja flösu. <br><br>—————————— <i>Drykkja er í góðu lagi: Samkvæmt kenningum Darwins deyja aðeins slökustu heilafrumurnar við drykkju…. Þær hæfari hljóta því að hafa aukið rými til starfa !</i
hhehe..þið ættuð að sjá þetta..hún er svo miklumiklu hraðar en hann og alltaf eftir svona 1 min er hann orðinn gjörsamlega UPPGEFINN og liggur bara á bakin og reynir eikkað smá..svo rúllar hann bara áfram:D
en..jú..gæti verið..ég ætla að reyna að greiða þetta úr…það gæti virkað!!
Þetta kom líka fyrir tíkina mína þegar hún lenti í miklu stressi um daginn, hún fór s.s. að fá flösu, hún er öll farin núna, þetta varði bara meðan að stressástandið varði.
Sullaðu smá lýsi yfir matinn hans, það gerir kraftaverk fyrir hundsfeld.<br><br><a href="http://kasmir.hugi.is/Hvati">Honda Civic 1500 LSi VTEC til sölu</a
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..