1..Taktu filmuna úr kassanum og settu í myndavélina.
2. Taktu filmukassann af hvolpinum og hentu honum í ruslið.
3. Taktu hvolpinn úr ruslafötunni og þurrkaðu kaffikorkinn af trýni hvolpsins.
4. Veldu hentugan Bakgrunn fyrir myndina.
5. Settu myndavélina á þrífót og stilltu hana.
6. Finndu hvolpinn og taktu skítuga sokkinn af honum.
7. Stilltu hvolpinum upp fyrir framan myndavélina.
8. Gleymdu uppstillingunni og skríddu á fjórum fótum á eftir hvolpinum með myndavélina.
9. Stilltu myndavélina með annarri hendi og reyndu að halda
hvolpinum í fjarlægð með hinni.
10. Náðu í þurrku og þurrkaðu slefið af linsunni.
11. Taktu flasskubbinn af hvolpinum og hentu honum í ruslið.
12. Hentu kettinum út og sótthreinsaðu rispuna á trýni hvolpsins.
13. Settu tímaritin aftur upp á stofuborðið.
14. Reyndu að ná athygli hvolpsins með tístu leikfangi.
15. Settu gleraugun aftur upp og athugaðu hvort myndavélin skemmdist nokkuð.
16. Stökktu upp og gríptu í hvolpinn í tíma og æptu: “Nei, nei úti”.
17. Kallaðu á maka þinn til að þurrka upp óhreinindin
18. Blandaðu þér drykk.
19. Sestu í hægindastól með drykkinn og ákveddu að kenna hvolpinum að hlýða orðunum “sestu” og “kyrr” strax í fyrramálið
<br><br>Kveðja alsig
<b><a href="http://kasmir.hugi.is/alsig/“>Síðan mín</a>
<a href=”mailto:alsiggy@simnet.is">Póstur til mín</a></