Vá, hann á örugglega eftir að verða STÓR! :)
Ég held að hann sé svipað stór og hvolpur vinkonu minnar var þegar hann var á svipuðum aldri. Sá hvolpur er Boxer/Labrador og nú er hann 4 mánaða og örugglega 15-17 kg (man samt ekki alveg en töluvert þyngri en systir hans sem er 12-13 kg).
Eina leiðin til að finna út blöndunarhlutfallið er að tala við konuna sem átti hann og ef hún veit það ekki að fá nafn/síma fólksins sem hún fékk hvolpinn hjá, leita það uppi og spyrja það.
Þú labbar með hann allt of lengi. Hvolpar mega helst ekki fara í svona göngutúr fyrr en þeir eru orðnir 6 mánaða, sérstaklega stórar tegundir/stórar blöndur.
Vöðvarnir og allt það er að þroskast og of langir göngutúrar geta bara eyðilagt hann og valdið honum mjaðmalosi.
(mjaðmalos er ömurlegt og mjög sársaukafullt) :(
Ef hvolpurinn er með rosalega mikla orku myndi ég frekar mæla með því að leika við hann lausan í garðinum, fara með hann á örugg hundasvæði (um leið og hann hefur fengið seinni sprautuna sína)til að hlaupa laus og láta hann kannski leika við hvolpa og aðra hunda sem eru góðir við hann. :)
Ef hann getur sjálfur stoppað til að hvíla sig hvenær sem hann vill (t.d. ef hann er laus) þá fer það miklu betur með hann heldur en að fara með hann í taumgöngu (þar sem hann ÞARF að labba áfram allan tímann).
Ég á 4 mán. hvolp og ég er alltaf hrædd um að hreyfa hana of mikið, mér finnst best að leyfa henni að hlaupa lausri (auðvitað bara á afgirtu svæði, eins og úti í garði, áður en hún lærði að koma) og ég er svo heppin að systkini hennar búa nálægt, 2 hundar sem búa í sömu götu koma oft í okkar garð að leika og svo á systir mín og vinkona líka hvolpa á sama aldri.
Þegar mín leikur við hina hvolpana og hundana eyðir hún fullt af orku og það fer ekkert illa með hana því hvolparnir taka sér oft pásu milli þess sem þeir leika.
Þú getur farið með hann í göngutúr en þá verður þú að leyfa honum að stoppa öðru hverju og ekki flýta þér of mikið. Betra er þá að fara stutt en oft frekar en einu sinni í LANGAN göngutúr.
Passa bara að ofreyna hann ekki :)
Segðu okkur endilega meira frá honum :)
Ertu búinn að velja nafn?<br><br><a href="
http://www.hundaklubbur.tk“><b><font color=”red“>Hundaklúbburinn</font></b></a>
Kíktu líka á <a href=”
http://www.tjorvar.is/spjall“><b><font color=”blue">dýraspjallið </font></b></a