Hæ.
Tíkin mín var að gjóta í fyrradag, hún gaut 12 hvolpum, á 8 tímum og allir braggast vel. Ég hef bara aldrei heyrt um svona marga hvolpa í einu goti. Þetta er labrador, og hennar fyrsta got en hún stendur sig með prýði og er fyrirtaksmamma. Hefur einhver lent í að þurfa að gefa þurrmjólk í pela, þ.e. ef hún hefur ekki næga mjólk fyrir þá. Ennþá gengur þetta vel en ég ætla að vera við öllu búin.