Ég var að skrifa grein um þetta hérna í kubbnum “allt um hunda”.
EKKI dýfa trýninu í hlandið, það er bara nákvæmlega ekkert að græða á því, ég efast um að þú hefðir lært eitthvað fyrr að pissa í klósettið ef mamma þín hefði dýft andlitinu á þér ofan í hlandpollana þína :)
Þegar þú ferð með hann út, hvað ferðu með hann oft á dag ? Hvað ertu lengi með hann úti ? Ertu að leika við hann á meðan ?
Ef þú heldur að þessi ráð dugi ekki sem ég tel upp í greininni, þá ættir þú að tala við hundaþjálfara. Ég mæli með Ástu í Gallerý Voff.
PS: Þetta er ekkert sem gerist yfir eina nótt, það þarf þolinmæði, og meiri þolinmæði, og ég hef heyrt að Beagle séu svolitlir þrjóskupúkar :)<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”