Ég er nokkuð viss um að þeir séu ekki til hér á landi. Ég er einmitt líka mjög spennt fyrir þessum hundum, er búin að lesa helling um þá og tala við ræktendur í Svíþjóð. Er jafnvel að pæla í innflutningi. Þetta eru rosa fínir hundar, fara ekki úr hárum, þarf ekki að klippa, eru barngóðir og kátir, hægt að kenna þeim listir. Sem sagt, fullkomnir.
Það er eiginlega ótrúlegt að enginn skuli flytja þessa tegund inn, meiriháttar hundar og af smáhundum er þetta tegund sem ég er mjög spennt fyrir.
Það var Havanese á heimili sem ég bjó á í Bretlandi, hún var geðveikt góður og rólegur hundur. Hún var að vísu smá varðhundur í sér, gelti á póstmanninn og ef það komu gestir. En algjör kelirófa sem vildi láta setja slaufu í hárið á sér á hverjum morgni og það var ótrúleg meðferð hvað hún lét bjóða sér frá krökkunum. Ég er fullviss um að það yrði rosalega eftirspurn eftir hvolpum ef einhver færi úr í ræktun. Endilega Lella spáðu alvarlega í innflutningi og þá ræktun, ég pant fá hvolp úr fyrsta goti ;)<br><br>Kv. EstHer
<b>geiri85 skrifaði:</b><br><hr><i>Um greinina “Grimmd gagnvart kanínum” <b>Ekki eins og þau fái slæmar minningar.. Þau deyja og gleyma þessu öllu ;) </b></i><br><h
Ég var einmitt að pæla líka í innflutningi, en þetta er of dýrt dæmi! :( Ég þyrfti að fá einhvern með mér í þessu ef ég ætlaði að láta verða af þessu. En lella, ég panta tvö úr fyrsta goti :þ
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…
Já, ég er að vinna í þessu, vona að þetta skýrist í sumar. Þetta er rosalegur peningur sem fer í þetta en mig langar alveg rosalega að eignast svona hunda og jafnvel fer ég að rækta ef allt gengur vel. Það er gott að vita að fleiri hafi uppgötvað þessa tegund og ræktandinn sem ég er í sambandi við í Svíþjóð er mjög spennt að senda fyrstu hundana til Íslands, segir þetta frábæra hunda (á sjálf 6 stykki).
Ef það er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa til, endilega láttu mig vita….ef þetta er of dýrt fyrir þig, þá getum við kannski pælt í þessu saman, til að dreifa kostnaðinum?
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…
Og p.s. ég hef spurt nokkra, og það eru margir spenntir fyrir svona hundum, bara í minni fjölskyldu og vinahópi eru 5 sem mundi hiklaust fæa sér svona hund….þannig sá sem fer út í ræktun, á eftir að græða verulega á þessu ;)
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…
Þessi eini sem ég hef kynnst fór sama og ekkert úr hárum, auðvitað hljóta alltaf eitt og eitt hár að detta af eins og hjá öllum dýrum með hár, en miðað við aðra hunda er það sama og ekkert. Havanese fara trúlega svipað úr hárum og Poodle og það er alltaf talað um að þeir fari ekki úr hárum ;) <br><br>Kv. EstHer
<b>geiri85 skrifaði:</b><br><hr><i>Um greinina “Grimmd gagnvart kanínum” <b>Ekki eins og þau fái slæmar minningar.. Þau deyja og gleyma þessu öllu ;) </b></i><br><h
Havanese eru non-shedding dogs eða hundar sem fara ekki úr hárum. Auðvitað fara allir úr hárum, mannfólkið líka en dauð hár hjá Havanese festast í feldinum svo það þarf að passa að kemba þeim og greiða reglulega annars verður feldurinn mattur og flækist og þá er víst vandamál að greiða úr því. Havanese eru víst líka lausir við hundalykt og það þarf ekki að fara með þá í klippingu, bara passa upp á að kemba og greiða þeim. Maður getur örugglega farið með þá og látið stytta feldinn svo að viðhaldið minnki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..