Sæll. Alls ekki dýfa trýninu í hlandið, því að þá endarþað með því að hvolpurinn fari að drekka það. Oft er litlum hvolpum kennt að lepja úr skál með þessari aðferð, auk þess sem hún er bara hreynt ógeðsleg.
Það fer smá tími í að hvolpurinn venjist því að hann sé lokaður á afmörkuðu svæði á nóttunni. Ég gerði þetta með minn þegar hann var lítill. Reyndar svaf hann alltaf í búri á nóttunni, það endaði þannig að hann var farinn að fara inn í það sjálfur þegar hann fór að sofa. Foreldrar mínir gerðu þetta við tíkina sem þau eru nýlega búina að fá. Fyrsta vikan fór í smá væl. En hún vandist því að vera lokuð á afmörkuðu svæði á nóttunni, Það var nú í sæmilega stórri forrstofu. Þar svaf hún í skókassanum sínum en sefur nú alltaf í búri og líkar það bara vel. En það eru ekki nema fjórar vikur síðan þau fengu hana. Það er mín reynsla af því að venja hundinn á að geta verið á afmörkuðu svæði. Honum líkar það vel. T.D. þegar við erum í bílnum, ef hann er ekki í búrinu þá líður honum hræðilega illa. En í búrinu er hann rólegur, hann finnur fyrir öryggi og er öruggur. Venjulega þegar hundar sofa, þá eru þeir á sama stað. Það er ekkert að því að venja hundinn á það. Hann verður rólegri, verður ekki eins eyrðarlaus á nóttunni og sefur betur og meir. Mér er sama hvað öðrum finnst ég veit að það eru fleiri á sömu skoðun, og þetta er bara Mitt álit! Gangi þér bara vel með hundinn. Kveðja Sigga<br><br>Kveðja Sigga1,
Sigga1@hotmail.com