Þú hefðir átt að vera búinn að athuga það áður en þú fékkst hvolpinn en ég ætla nú ekki að fara að skamma þig því nú er hann kominn og eitthvað verður þú að gera í þessu máli.
Hann á eftir að kúka og pissa út um allt næstu daga. En þú getur kennt honum að gera stykkin sín á sama stað mjög fljótt ef þú hefur tíma (og nennir) til að kenna honum.
1. Fara með hann út eftir að hann borðar, þegar hann vaknar og þegar hann er búinn að leika sér og hamast mikið. Setja hann á grasið og segja honum að pissa. Hann pissar að lokum og þá áttu að hrósa honum geðveikt vel.
Gera þetta milljón sinnum á dag (2ja mán. hvolpur getur þurft að fara út á 15 mín til 60 mín fresti, mismunandi eftir hundum).
Smá saman lærir hvolpurinn að fara að dyrunum þegar honum er mál (og þá verður þú að taka eftir því og opna STRAX því hann getur ekki haldið í sér lengi), smám saman getur hvolpurinn haldið lengur í sér og flestir hundar byrja líka á því að væla eða gelta við hurðina þegar þeim verður mál (til að vekja athygli þína, fá þig til að koma og opna) :)
2. Það er líka hægt að leggja dagblöð á gólfið og láta hann þar og hvetja hann til að pissa. Þegar hann pissar skaltu hrósa honum vel. Gera þetta oft þar til hvolpurinn sækir sjálfur í að fara á blöðin til að pissa. Svo eru blöðunum fækkað (sumir teppaleggja húsið með blöðum :D ) og þau blöð sem eru eftir smá saman færð nær og nær útidyrahurðinni. Í endann er dagblaðið komið alveg við hurðina og þá er hægt að setja dagblaðið út eða bara láta hvolpinn út þegar hann fer að leita að blaðinu við dyrnar (þarf að fylgjast vel með honum).
Ef þú gefur þér góðan tíma fyrstu vikuna lærir hann þetta MJÖG FLJÓTT og getur orðið mjög nálægt því að vera alveg húsvaninn 9 vikna (á semsagt 1 viku).
Hvolpi sem er mál þefar oft af gólfinu, labbar í hringi, vælir jafnvel og/eða labbar hraðar en venjulega rétt áður en hann pissar. Það eru margar leiðir til að sjá hvenær hvolpi er mál og þú verður bara að fylgjast með þínum og læra hvernig hann hagar sér þegar honum er mál.
Ok, vona að þetta hjálpi.
Kannski getur einhver annar hér sagt þér frá kostum þess að búrvenja hvolp. Ég gerði það og tíkin mín varð nær húsvön 9 vikna, var 95% húsvön 11 vikna og núna c.a. 14 vikna er hún 99% húsvön.<br><br><a href="
http://www.hundaklubbur.tk“><b><font color=”red“>Hundaklúbburinn</font></b></a>
Kíktu líka á dýraspjallið <a href=”
http://www.tjorvar.is/spjall“><b><font color=”blue">dýraspjallið </font></b></a