Dalsmynni.
Ég sá í fyrsta skipti þessar myndir frá Dalsmynni, og það lá við að maður tárfelldi, ef ég hefði séð þær fyrr, væri ég búinn að gera eitthvað í málunum, en ég hafði ekki grænan grun um að þetta væri svona alvarlegt. Það er ekki langt síðan ég talaði við Ástu og þá spurði hún mig að því hvort fólk væri ekki hætt að skrifa illa um Dalsmynni, ég sagði eins og var að það væri afskaplega lítið, eða næstum því ekkert, svo sér maður þessar myndir, og trúir ekki sínum eigin augu, Hvað er að ske hér á landi, er virkilega enginn sem fylgist með því að fólk fari eftir lögum. Þetta er svo forkastanlegt gagnvart dýrunum, ég segi bara eins og ég mér finnst þetta vera, maður getur ekki annað en fellt tár handa aumingja hundunum. GERUM EITTHVAÐ RÓTTÆKT, EÐA ÆTLIÐI AÐ HALDA ÁFRAM AÐ SKÍTA DALSMYNNI ÚT, OG SITJA SEM FASTAST OG GERA EKKI NEITT, ég ætla að gera eitthvað, það er á hreinu, ég er ekki hrædd við eitt né neitt eftir að vera búinn að sjá þessar myndir, ef enginn hefur áhuga á að gera eitthvað, þá skal hann/hún ekki blanda sér inn í málið. Og eitt er víst að það sem ég geri gef ég ekki upp, það kemur eflaust í ljós. kveðja,