Ég held að þú hafir svarað þessu bara sjálf.
Þið eigendurnir þurfið að kaupa handa henni gott þurrfóður, ráðfærið ykkur við starfsmann í gæludýraverslun um hvaða fóður hentar henni best.
Gefa henni nákvæmlega BARA þann dagskammt sem mælt er með, EKKI gefa henni aukabita, ekki gefa henni frá borðinu eða slíkt.
Svo er bara málið að drífa hana út að labba, byrja rólega svo að hún fái nú ekki hjartaáfall eða eitthvað álíka.
Það væri kannski fínt að taka hana í 2 30 mínútna rösklegar gönguferðir á dag.
Passið að ofreyna hana ekki, þetta er held ég jafn hættulegt dýrum og það er mönnum að verða svona feitur. En ekki hlífa henni of mikið heldur.
Það kannski væri best að fara með hana til dýralælknis og biðja hann um að segja ykkur hvað mikla hreyfingu hún má fá á dag ´svona til að byrja með.
Endilega reynið að hjálpa henni, ég get ekki ímyndað mér að hundinum líði vel svona feitum. <br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”