Það er satt,þeir eru erfiðir, en það eina sem þú þarft að hafa er bein í nefinu og þolinmæði. Það er ekki það auðveldasta að kenna þeim en þegar þeir loksins læra það þá kunna þeir það sem eftir er. Ég á einn Beagle sem er tveggja ára. Það er búið að vera erfitt að kenna honum en hann er orðinn mjög góður núna, hlýðinn. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af honum´, dóttir okkar sem er 5 ára hefur alltaf farið með hann eins og hún vill og hann hlýðir henni, reynir ekki að glefsa í hana, og er bara alveg yndislegur barnahundur. Fyrstu tvö árin eru erfið, þú þarf að sýna að þú ræður en ekki hann. Nefið vill jú ráða þegar út er komið og eiga margir í vanda með að hafa þá lausa með sér úti því þeir vilja hverfa. Fylgja sem sagt nefinu ef þeir komast á slóð. Við sjáum ekki eftir því að hafa fengið okkur Beagle. Það fer allt eftir því hvorrt þú ráðir við að byrja á því að ala upp Beagle. En ef þú færð þér Beagle þá mæli ég eindregið með því að þú/þið farið með hann í hlýðniskóla, þar er ykkur kennt að umgangast hundinn og kenna honum. Ásta Dóra hjá Gallery Woff er æðisleg hvað það varðar. Við fórum til hennar, og mæli ég eindregið með henni. Með von um rétta ákvörðun og að þetta hafi hjálpað ykkur eitthvað með ákvörðunina. Gangi ykkur vel<br><br>Kveðja Sigga1,
Sigga1@hotmail.com