Ég myndi bara láta hann gelta ef hann geltir bara í smá tíma.
Það er frábært að hann fari svo bara að sofa strax eftir 5 eða 10 mín!
Ert þú að tala um að láta hann í búrið á daginn eða á nóttunni?
Tíkin mín vandist fyrst á að sofa í búrinu opnu (við hliðina á rúminu mínu með smá afgirt svæði ef hann vill fara út úr búrinu) og ég var með hendina hjá henni, svo byrjaði ég að loka og var með hendina við hurðina (og hún kúrði sig að hurðinni upp við puttana á mér sem voru í gegnum rimlana) svo fór ég að taka hendina þegar hún er lögst og nú fer hún bara að sofa strax og ég set hana inn og loka.
En hún tollir ekki enn í búrinu lokuðu á daginn enda bara 9 vikna, nógur tími framundan.
Mín tík var soldið aum að fara frá mömmu sinni og naut þess að fara að sofa með hendina á mér ofaná bakinu á sér (öryggi).
Ef þú opnar þegar hann geltir ert þú bara að venja hann á að ef hann geltir, þá kemur þú til að opna. Hann mun þá læra það og gelta stanslaust þegar hann vill koma út (t.d. af frekju)
Það er mun betra að kenna honum að ef hann geltir þá fari hann ekkert frekar út úr búrinu (ekki nema hann sé í spreng eða eitthvað), þá sættir hann sig við það að ef hann er settur inn í búr þá þýðir það að hann á að bíða (fara að sofa).
Þetta er allavega það sem mér finnst, vona að þér gangi vel með hvolpinn þinn! :)