Minkahundar á Íslandi er bara samheiti yfir hunda sem voru notaðir til að svæla minka út úr grenjum sínum. Flestir líklega einhverjir terrier blendingar.
Bretar veiða enn minka með hundum og nota bæði stærri veiðihunda til að elta minkinn uppi og terrier hunda til að grafa sig inní holur þeirra, sjá <a href="
http://www.countryside-alliance.org/cfh/mmha/">
http://www.countryside-alliance.org/cfh/mmha/</a>
Þeir virðast að einhverju leyti nota “otter hound” til þessara veiða og þú getur séð upplýsingar um hann á <a href="
http://www.dogs-in-canada.com/breeds/otterhound.html">
http://www.dogs-in-canada.com/breeds/otterhound.html</a>
Hins vegar kalla þeir það “terrier work” þegar hundur þarf að fara á eftir minki í holu, sjá <a href="
http://www.countryside-alliance.org/edu/edu2-3-5terr.htm">
http://www.countryside-alliance.org/edu/edu2-3-5terr.htm</a>
Annars má kannski minnast á það líka að dýraverndunarsamtök eru almennt mjög á móti þessum veiðum þar sem ef hundarnir ná minkinum þá rífa þeir hann í sundur og einnig geta hundarnir þurft að berjast við minkinn í holunni og geta meiðst líka.