hæ!
Kannastu við hundategundin Puppytrýn? Hún er ný og heldur sjaldséð. Eða allaveganna að fólk viti að það sé Puppytrýn þar á ferð…
Puppytrýn eru mjög skemmtileg gæludýr. Sé hann rétt taminn og rétt með farinn er hann mjög trygglyndur og hinn fullkomni varðhundur, veiðihundur, heimilishundur,smalahundur, sveitahundur og leikfélagi =). Sem sagt: fullkominn að öllu leiti. Mér finnst synd að fáir viti af þessari stórskemmtilegu tegund.=( Því vil ég breyta.
Einkenni Puppytrýns eru t.d. trygglyndi, ákveðni, og yfirleitt mikil þrjóska (örugglega eini gallinn). Puppytrýn er með há upprétt eyru en sumir geta lagt þau niður. Litirnir eru fimm talsins. Þeir eru grár, hvítur, brúnn, svartur og stundum appelsínugulur.
Ég veit aðeins um þrjá hreinræktaða Puppytrýnhunda, þeir heita Æsa, Tieo og Arames. Tieo er elst af þeim. Hún er í öllum litunum, en hún er aðalega brún og gráleit. Hún er tveggja ára núna og hefur verið í tamningu frá 3 mánaða aldri. Hún er með grunnatriði tamningarinnar á hreinu og hitt kemur smátt og smátt. Hún er óvenju hugrökk miðað við stærð (hún er u.þ.b. 10-20 cm á hæð) og ógnar öllum köttum í hverfinu og þykist ráða við Iris setter hund.
Æsa er í öllum litunum líka en svarti liturinn sést ekki vel. Hún er að mestu leiti grá og hvít. Hún er að verða 7 mánaða og hefur verið í þjálfun frá 2 mánaða aldri. Hún er þrjósk og vill ekki láta vaða yfir sig, þó hún hafi í upphafi ógnað Tieo er hún núna hrædd við hana. Hún getur lagt eyrun niður þótt hún geri það ekki oft. Æsa er mun erfiðari viðfangs en Tieo en það er af því að hún er ennþá hvolpur og fékk ekki sömu tamningu og Tieo.
Arames er svartur með hvíta og brúna flekki. Hann er 1 árs. Hann fékk ekki mikla þjálfun nema í u.þ.b. mánuð, þá varð hann að fara því hann var þó nokkuð grimmur.
Ég er mjög spennt yfir því að kynnast fleiri hundum af þessari tegund og endilega láttu vita ef þú þekkir Puppytrýn.
Kv. Regí og Perla (eigendur Æsu og Tieo)