Thechef - þegar þú hittir lögreglumanninn sem gerði athugasemd við veru þína með hundinn þinn á Austurvelli, þar sem bannað er að vera með hunda, ákvaðst þú að vera eggið sem kenndi hænunni?
Hvernig getur þér dottið í hug að lögreglan geti ekki sagt neitt við því þegar þú brýtur þær reglur sem í gildi eru varðandi bann við hundahaldi í borginni? Veitir það þér rétt til að aka of hratt ef þú sérð lögregluna gera það? Það er nokkuð ljóst að ef við ætlum einhvern tíman að ná því fram að bann við hundahaldi verði afnumið hér í borg, þá hljótum við sem ábyrgir hundaeigendur að verða að sýna gott fordæmi og fylgja þeim reglum sem í gildi eru - jafnvel þó við séum þeim ósammála!
Til að taka af allan vafa þá vil ég upplýsa að bann við hundahaldi gildir EKKI um lögregluhunda, björgunarhunda og blindrahunda. Lögreglumenn með lögregluhunda geta farið um hvar sem er burt séð frá þeim boðum og bönnum sem í gildi eru! Þetta ætti að segja sig sjálft eins og að heimilt er að leggja ólöglega lögreglubílum, sjúkra og slökkviliðsbílum sem og bílum sem notaðir eru við vegavinnu.
Lögreglan þarf ekki að útskýra það sérstaklega af hverju hún er sýnileg með hunda hér og þar um borgina, lögregluhundar eru bara eitt af tækjum lögreglunnar sem hún getur notað til leita af fíkniefnum, sprengiefnum og fólki og einnig til valdbeitingar þegar ástæða er til. Og það er alveg furðulegt að fullorðið fólk skuli amast við því að lögreglan sé með hunda á Laugaveginum eða í miðbænum og jafnvel heyrist frá allsgáðu fullorðnu fólki þar sem það hrópar á eftir lögreglumanninum með hundinn þar sem hann er bara að sinna sínu starfi á Laugaveginum: "Er ekki bannað að vera með hunda á Laugaveginum?
Er ekki annars örugglega að koma árið 2003?
Kveðja, Sigurður Jónasson og Baski