Hvernig er það eiga fleiri í miklum vanda með flugelda og hundana sína? Þannig er það hjá mínum að hann er held ég á barmi taugaáfalls. Hann má ekki heyra í smá ýlu þá stekkur hann með skottið milli fótanna í fangið á okkur. Hann er svo hræddur að hann skelfur allur og nötrar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að fá einhverjar róandi töflur hjá Dýralækninum fyrir karlinn, hvað finnst ykkur um það sem hafa notað svoleiðis? Eru þær að virka, og hvað geriði við hundinn framm að áramótum og nokkra daga efir áramót. Það eru náttúrulega unglingar byrjaðir að skjóta upp. Þurfa alltaf að prófa á undan öllum öðrum. Ég varð að biðja nokkra stráka að fara eitthvert annað að sprengja því þeir voru búnir að vera í dáldin tíma í næstu götu að sprengja ýlur í dag og hundurinn var að bilast hann var svo hræddur. Endilega látiði mig vita því ég veit að það eru fleiri sem eiga í sama vandamáli og ég og vita ekki hvað sé best fyrir litlu krílin, þó svo að minn sé nú ekki lítill “BEAGLE” tveggja ára strákur. Með fyrirframþökk<br><br>Kveðja Sigga1,
Sigga1@hotmail.com