Ég veit ekki hvort þessi grein sé skot á mig út af fyrirspurninni minni hér neðar. En ef svo er þá vill ég aðeins fá að “svara fyrir” fyrirspurninni minni.
Mér finnst að það verði að gera greinar mun á því hvort hundar séu sígeltandi og gjammandi eða gefi frá sér einstaka gelt þegar þeir “hafa eitthvað að segja”. T.d. þegar þeir leika sér, vilja eitthvað og svo framvegis.
Varðandi viðveru eigenda. Við verðum að sætta okkur við það að í okkar samfélagi er ekki til nema örfá heimili sem geta verið fyrirmyndar heimili fyrir hund. Heimili þar sem er óendanlega stór garður og húsbóndinn er heima 24/7. Jú, þetta fyrirfinnst á Íslandi og er í daglegumáli nefnt bóndabær - en á öllum bóndabæum sem ég hef verið eru hundarnir geymdir úti, í þvottarhúsinu eða út í hlöðu/fjósi. Þar hafa þeir jú nóg pláss til að hlaupa um og eyða orku (“vinna”) - en þeir eru engir “bestu vinir mannsins”. Þeir eru bara skepnur á bænum.
Við vitum öll að hundar eru álitnir gæludýr í nútíma samfélagi og við verðum bara að sætta okkur við að þeir fái ekki alltaf gjörsamlega 100% fyrirmyndar heimili. Það eina sem við verðum að gæta er að hundaeigendur fari vel með hundana og leggi sig 100% fram við að gera gott fyrir þá. Eins og t.d. með að reyna að eyða sem mestum tíma með þeim, fara út að labba með þá og fara með þá á opin svæði þar sem þeir geta hlaupið um á…
En talandi um ræktun eins og Dalsmynni þar sem dýr eru geymd eins og hænur eða hver önnur “skepna á bænum”, þá er ég ekki hlynntur slíkri meðferð á hundum. Sem dæmi búa foreldrar mínir á bóndabæ við Höfuðborgarsvæðið þar sem bóndinn á næsta bæ hleypir hundinum sínum ekki inní húsið sitt heldur fleygir við og við matarafgöngun út til “kvikindsins” og þegar það er MJÖG vont veður þá leyfir hann “skepnunni” að vera í bílskúrnum… Enda lítur hundurinn út eins og Cujo.
Og á hinn bóginn finnst mér líka leiðinlegt þegar fólk á 5 hunda sem allir eru “þjálfaðir” til að vera stífir sýningarhundar. Svona punt. Án þess að ég sé að reyna að móðga einhvern með þessari skoðun minni.
Í mínum huga er hundur bara hundur. Hann er besti vinur mannsins. Hann er hluti af fjölskyldunni og okkur ber að sinna honum sem fjölskyldumeðlimi. Hundurinn verður að gera sér grein fyrir því hver er húsbóndinn.
Kveðja, Yokio hundavinur! :)