Það að hundur er hreinræktaður og með ættbók er engin trygging fyrir því að hundurinn uppfylli ræktunarstaðal. Hreinræktaður hundur getur haft ýmsa fæðingargalla, en undan slíkum hundi á ekki að rækta, alvarlegir gallar eins og rangt bit, vöntun tanna, mjaðmalos, arfgeng blinda o.fl o.fl. Því miður hefur verið of mikið um það hér á Íslandi að ræktað hefur verið undan hundum með arfgenga galla, því ber að athuga sinn gang vel áður en fest eru kaup á hvolpi, það er hræðilegt að þurfa að horfa á eftir vininum sínum kannski bara örfárra ára gömlum eða þurfa að eyða hundruðum þúsunda hjá dýralækninum í aðgerðir sem bera mismikinn árangur.
kv. Gromsari