Tíkin mín kann að sitja, liggja, standa á afturlöppunum, rúlla, vera kyrr, bíða þar til ég segi “gerðu svo vel” þegar hún fær mat/nammi, láta stýra sér (farðu til vinstri, áfram o.s.frv.) og eitthvað meira sem ég man ekki.
Það tók stuttan tíma að kenna minni, bara endurtekið 2-3 á dag í nokkra daga, stuttan tíma í senn.
Það var erfiðast að kenna henni að rúlla (veit ekki afhverju? kannski af því að hún var 5 ára þegar hún lærði það fyrst?).
Þá lætur maður hundinn leggjast og halla sér aðeins til hliðar og hrósar honum (og nammi) svo lætur maður hundinn halla aðeins meira og hrósað aftur svo meira alveg þar til hundurinn liggur á bakinu.
Þetta er tekið í hollum, og smám saman er hundurinn látinn fara lengra og lengra þar til hann er búinn að rúlla í heilan hring.
Ég byrjaði oft alveg frá byrjun og lét hana leggjast og “rúlla”, þá lagðist hún á bakið og ég hrósaði henni, næst byrjaði ég upp á nýtt, hún lagðist hún á bakið aftur en ég lét hana elta nammið þannig að hún sneri hausnum til að þefa af namminu og við það valt hún af bakinu og heilan hring. Æfði þetta nokkrum sinnum og hún fattaði svo að ef hún rúllaði fékk hún nammi :)
Vá ég vona að þú skiljir þetta, svolítið flókið en þetta tók alls ekki meira en 3-4 daga, 1-3 á dag.
gangi þér allavega vel að kenna þínum trix :)