Það er einungis gefinn 50% afsláttur af hundaleyfisgjaldi á höfuborgarsvæðinu..amk í Reykjavik. Það er ekki gefið út á landi í smærri bæjum og þá er verið að rukka einmitt þennan 8 þús kall fyrir þetta + svo þarftu að borga skráningargjald sem er eitthvað í kringum 3000 kall þegar þú skráir hundinn.
Í mörgum bæjarfélögum út á landi er verið að rukka það sama eins og í Reykjavík, en þeir hafa ekkert uppá að bjóða eins og t.d. útivistarsvæði fyrir hunda, ruslatunnur + poka á því svæði. Það eina sem er innifalið í þessu gjaldi þar er hundahreinsun einu sinni á ári, + tryggingargjald ef hundurinn skyldi nú eyðileggja eitthvað. (sem í flestum tilfellum gerist aldrei) Líka ef hann yrði tekin af hundaeftirlitsmanni, þá þyrftir þú ekki að borga nema einhvern hluta af því. (sem gerist líklega aldrei heldur) En þessir hundaeftirlitsmenn eru nú varla starfandi í þessum bæjafélögum..ef ekki neitt.
Sko…þú getur fengið 4 ára skammt liggur við (fer eflaust eftir stærð hundsins) af ormalyfi út í apóteki fyrir 1000 kall. Þannig að mér finnst þetta vera okurverð, þá sérstaklega út á landi. Og t.d. ef þú ert með 2 - 3 hunda…mér finnst að það ætti að veita “systkinaafslátt” af því.
Mér finnst að það þurfi virkilega að endurskoða þessi mál.
Borga hátt í 10 þús kall á ári fyrir ekki neitt….oh nei!! Not fare!