Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hér hafa einhverntíma notað rafmagnsól á hundinn sinn eða þekki kannski einhvern sem hefur gert það?? Ég á hund sem geltir non-stopp þegar hann er skilinn eftir heima og í bílnum og þetta er aðeins farið að taka á taugarnar. Ég er búinn að fara til hundaþjálfara sem kenndi okkur æfingar, en því miður virkar það ekki. Mér var sagt að ef það virkaði ekki væri lítið hægt að gera og láta hann bara gelta. Það gengur því miður ekki, nágrannanna vegna og mér var bent á að rafmangsól myndi leysa málið. Síðast þegar ég vissi var þetta bannað hérna og mér finnst þetta heldur ómannúðleg aðferð.. ef þið getið gefið mér einhverjar uppl. þá væri það frábært.
kv. T.