Ef að þú ætlar í Great Dane ( sem er nátttúrlega ekkert nema flottir hundar) þá myndi ég flytja hann inn, ég fór upp í Dalsmynni, ætlaði að einmitt að fá mér eitt stk. stóra Dana, en bara allur viðbjóðurinn sem er í Dalsmynni fékk mig til að hugsa mig tvisvar um. Hundarnir (litlu) eru allir geymdir í litlum ferðabúrum sem eru eins og þessi sem maður hefur í bílnum ef maður á annaðborð notar búr. Búrunum var staflað hvert ofan á annað þannig að pissið og kúkurinn lak bara niður á hina hundana, Voða huggó!
Rottinn, Dobermannarnir og Great Dane-inn voru svo hafðir í litlum girðingum úti í drullunni þar sem þeir gátu ekki hreyft sig til hitaog eru þessir hundar allir með mjög snöggan feld, þeir höfðu engan félagsskap, hvorki frá hundum eða mönnum . Ásta í Dalsmynni sér um 200 hunda!!! ásamt dóttur sinni. Þetta er ekki fyrirtæki sem ég vil styrkja með því að borga 200.000 kr. fyrir hund sem ég get ekki einu sinni sýnt á sýningum HRFÍ