Halló. Ég er í vandræðum.
Þannig er að ég á poodle hund (medium stóran). Búinn að eiga hann í eitt og hálft ár. Hann er um 4-5 ára gamall. Ég tók við honum af annarri fjölskyldu.
Vandamálið er að hann er farinn að gera þarfir sínar á gólfið (mígur og skítur)heima á nóttunni. Hann fær næga útiveru, og einnig er honum hleypt út til að gera þarfir sínar seint á kvöldin.Hann er alltaf sneypulegur þegar upp um hann kemst á morgnana. Það gætu verið nokkrir þættir sem þarna spila inni.
Mér datt í hug hvort einhver væri með lausn á þessum vanda.
Kveðja,
Basti