Ertu þá að meina til dæmis hjá Leitarhundum Íslands?
Ef svo er þá skilst mér að það sé verið að kenna hundunum og eigandanum að reka spor manna. Þá er hundinum kennt að nota þetta titla blauta framan á trýninu til þess að rekja slóð einhvers. Maðurinn sem fylgir lærir að lesa hundinn, og ef svo má að orði komast þá er hundurinn úti að hlaupa með eigandann. Í orðsins fyllstu merkingu. En þetta er mjög góð leitaraðferð og eru þeir orðnir nokkrir SPORARAR að störfum, og eru þeir bara mjög duglegir. Til dæmis er einn blóðhundur að störfum og svo held ég Border Collie og svo fleiri tegundir og blendingar. Allir eiga að geta þetta.
Vona að ég hafi náð að svara þessu rétt, annars leiðréttið þið mig bara, en meira veit ég ekki. Takktakk Kveðja Sigga1