Ég var að taka að mér hund núna fyrir hálfum mánuði.Hundurinn er ekki vanur mönnum og hefur ALDREI verið á heimilum.Hann er 2 ára.
Fyrst var hann mjög lokaður og hélt sig út í horni og var hræddur en núna er hann allveg háður mér og eltir mig út um allt :) ég er mjög ánægð með framförina :)(þetta er mjög blíður hundur og góður)

En..Hann er 2 ára og vanur að kúka og pissa bara þar sem hentar og hafið þið eitthver ráð hvernig hægt sé að “kenna gömlum hundi að sitja” eins og sagt er.Það er mjög erfitt að láta hann hlýða,hann skilur ekkert að það sé verið að tala við sig.

Viljið þið sem hafið REYNSLU af hundabús hundum svara(þá er ég ekki að meina þá sem hafa fengið hvolpa heldur fullorna hunda)
Ég vil fá að vita hvernig það hefur gengið.
Því það var verið að segja mér að það sé aldrei hægt að venja þá af þessum siðum en ég vil nú fá fleiri álit.

(ég hef verið með 3 hvolpa og gert þá mjög hlýðna en það er mjög greinilegt að aðferðir á hvolpa duga ekki í þessu uppeldi,hann sýnir enga yðrun og skilur ekkert afhverju ég skamma hann,ég er samt að reyna að sýna honum þegar hann pissar að fara beint út og þar eigi að gera þetta)

Ég vona bara að ég nái að ala hann upp :)

En endilega svariði sem hafið vit á þessu…