Dalmar þurfa frekar mikið aðhald, og ég held að sé ekki fyrir hvern sem er að eiga þannig hund.
Þeir eiga það til að vera soldið .. ráðríkir ef maður passar sig ekki.
En þetta er auðvitað bara hluti af því að eiga hund, maður verður að velja sér tegund við hæfi, og það er einmitt fólk sem er að kaupa sér “einhvern” hund, sem kann svo ekkert að ala þá upp sem er að koma óorði á hinar og þessar tegundir.
Sá Dalmi sem ég þekki er með ofríki, en það er ekki til illska í henni, hún ræðst ekki að öðrum hundum eða mönnum, en passar sína lóð mjög vel, og það nálgast enginn útidyrahurðina nema að allir á heimilinu viti af því.
Ég kenni litlum aga um það hvað hún er frek á eigendur sína, hún fær að komast upp með allt of mikið.
Hún er reyndar ekki svona frek við mig, enda hef ég sýnt henni frá upphafi að hún komist ekki upp með neitt kjaftæði við mig, ég gef henni ekki frá borðinu, og hún reynir ekki einu sinni að sníkja frá mér, veit að það þýðir ekki neitt :)
Að mínu mati er mátulegur agi í bland við ástúð besta leiðin að hamingjusömum hundi, og eigenda.
Hundar eru og verða ekki börnin manns, og það á ekki að ala hunda upp eins og þeir séu “einn af fjölskyldunni” ef þið skiljið hvað ég er að fara.
Ég er alls ekki að meina að það eigi að vera eitthvað ótrúlega leiðinlegur við þá, bara svona almennt, ekki láta þá vera uppi í rúmi, eða sófanum, eða gefa þeim frá matarborðinu.
Þeir þurfa að vita hver staðan þeirra er á heimilinu, annars endar þetta bara með ósköpum og frekum og leiðinlegum hundi.
Zaluki<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”