Það eru margar spurningar sem þú verður að spyrja þig að ef þú ert að spá í þessum tegundum. Hefur þú átt hund áður??? ef svo er ekki þá myndi ég ekki mæla með þessum tegundum því þær eru mjög erfiðar og ekki mjög auðvelt að vera með þær sem fyrsta hund. Hefur þú reynslu af þessum hundum??? ef svo er ekki veistu þá hvernig skapgerðin í þeim er, þetta eru báðar mjög orkumiklar og öflugar tegundir. Hefur þú tíman og viljan til þess að hugsa um þessa hunda, og þá sérstaklega þolinmæðina??? nú á ég doberman hund og hann er mjög þægilegur á heimilinu svo lengi sem hann fær næga hreyfingu (u.þ.b. 5-10 km 4 til 5 sinnum í viku eða oftar hentar mínum hundi nokkuð vel). Þetta eru líka vinnuhundar svo það þarf að taka það með í dæmið. Þetta eru mjög fallegir og flottir hundar en það er auðveldara sagt en gert að eiga þá. Það er ástæðan fyrir því að það er ekki óalgengt að sjá þessar tegundir auglýstar til sölu frá 8 mánaða aldri. Ef þú hefur áhuga og viljan til þess að leggja mikið á þig til þess að vera með þessa hunda þá myndi ég sérstaklega mæla með Bjarkeyjar-Boxerræktuninni, það eru frábærir hundar sem koma þaðan. Eins og er er einginn að rækta doberman í dag en það gæti komið got innan næstu tveggja ára svo þolinmæði er lykilorðið. Það getur verið að það verði got undan hundinum mínum á þeim tíma en það kemur allt í ljós. Ef þig vantar einhverja upplýsingar þá er þér velkomið að hafa samband og ég skal hjálpa þér eftir bestu getu. Meðal verð á boxerhundi er um 120 þús síðast þegar ég vissi en dobermaninn er dýrari eða um 150 - 200 þús. hvolpurinn.
kveðja zheelah